Málþing FÍUM verður haldið 29. mars næstkomandi.

Kæru félagsmenn og velunnarar FÍUM. Skipulagning á árlegu málþingi FÍUM er í fullum gangi og hlakkar stjórn til þess að kynna dagskránna. Skráningarform verður kynnt samhliða og hvetjum við alla til þess að taka frá daginn.

F.h. stjórnar FÍUM

Matthías Freyr Matthíasson formaður FÍUM


FÍUM
Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða
fyrir börn og unglinga.

 

Markmið FÍUM eru:

  • Að standa vörð um fagleg sjónarmið og faglega hagsmuni í málefnum barna og unglinga.
  • Að leita leiða til að auka samskipti og efla samvinnu milli stofnana um land allt.
  • Að vinna með öðrum félögum og stofnunum til gagns fyrir börn og unglinga innanlands og utan.
  • Að auka skilning á starfi með börnum og unglingum í vanda.
  • Að hvetja til rannsókna á slíku starfi.

 

Aðildarfélagar geta orðið íslensk uppeldis- og meðferðarúrræði, sem starfa að málefnum barna og unglinga sem eiga við sálræn og/eða félagsleg vandamál að stríða.