MÁLÞING FÍUM 2017 fellur því miður niður. 

Kæru félagar og vinir FÍUM. Mér þykir afskaplega leitt að þurfa að tilkynna fyrir hönd stjórnar FÍUM að fyrirhugað málþing okkar ,,Er þér kalt í vinnunni – kulnun í starfi” er því miður aflýst.

Ástæðan er sú að skráningar á málþingið var undir væntingum og er kannski ljósi punkturinn sá að það er greinilega ekki þörf á málþingi um þetta efni 🙂

Hinsvegar er ljóst að ársfundur FÍUM verður haldinn á n.k. föstudag og viljum við hvetja alla til þess að koma á þann fund og kynna sér starfsemi FÍUM betur.

Nánari tíma og staðsetning verður kynnt í vikunni hér á heimasíðu félagsins sem og á fésbókarsíðu félagsins.

F.h. Stjórnar FÍUM

Matthías Freyr formaður.

 

 


FÍUM
Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða
fyrir börn og unglinga.

 

Markmið FÍUM eru:

  • Að standa vörð um fagleg sjónarmið og faglega hagsmuni í málefnum barna og unglinga.
  • Að leita leiða til að auka samskipti og efla samvinnu milli stofnana um land allt.
  • Að vinna með öðrum félögum og stofnunum til gagns fyrir börn og unglinga innanlands og utan.
  • Að auka skilning á starfi með börnum og unglingum í vanda.
  • Að hvetja til rannsókna á slíku starfi.

 

Aðildarfélagar geta orðið íslensk uppeldis- og meðferðarúrræði, sem starfa að málefnum barna og unglinga sem eiga við sálræn og/eða félagsleg vandamál að stríða.