MÁLÞING FÍUM 2018. Skipulagning er hafin! 

 

Kæru vinir. FÍUM verður 20 ára árið 2018 og ætlum við í tilefni þess að halda veglegt málþing. Skipulagning er hafin við þann viðburð og munu upplýsingar berast fljótlega.

F.h. Stjórnar FÍUM

Matthías Freyr formaður.

 

 


FÍUM
Félag íslenskra uppeldis- og meðferðarúrræða
fyrir börn og unglinga.

 

Markmið FÍUM eru:

  • Að standa vörð um fagleg sjónarmið og faglega hagsmuni í málefnum barna og unglinga.
  • Að leita leiða til að auka samskipti og efla samvinnu milli stofnana um land allt.
  • Að vinna með öðrum félögum og stofnunum til gagns fyrir börn og unglinga innanlands og utan.
  • Að auka skilning á starfi með börnum og unglingum í vanda.
  • Að hvetja til rannsókna á slíku starfi.

 

Aðildarfélagar geta orðið íslensk uppeldis- og meðferðarúrræði, sem starfa að málefnum barna og unglinga sem eiga við sálræn og/eða félagsleg vandamál að stríða.